Þorraþræll 2010

Nú er illt í efni
enginn aur hjá mér.
Bót á enginn hér
fyrir boruna á sér.
Öll af undirgefni
örkum fjallið bratt.
Borgar landinn glatt
meiri skatt.
Bílalánið brátt,
sem byrjaði svo smátt.
Endaði himinhátt
og enginn fær afslátt.
Sækja á fólk í svefni
skuldadraugar senn.
Fylleríum fylgja enn
timburmenn.

Siglir þjóðarskútan
Skerjagarði í.
Skorið er á ný
niður, kurt og pí.
Útrásarinnar risarútan
ryðgar nú á stöð.
Engin er biðröð
í hennar tröð.
Sparnaðinn á ís
enginn núna kýs.
Skuldin ennþá rís
og hugur landans hrís.
Brátt mun mörg mínútan
missast út í tóm.
þras og þrátt sem hjóm
um þjóðardóm.


Vondu vandamálin
verða hér um stund.
Hvað skal lyfta lund
og létta okkar sund?
Sterk er þjóðarsálin
saman stöndum nú.
Hafa verðum trú
á betra bú.
Andann efla má
enginn tak oss frá
vináttuna þá
er inni má hér sjá.
Beislum illskubálin
er brenna í okkar sál.
Stöppum í okkur stál
og segjum skál.

Frumflutt á Þorrablóti Sýklafræðideildar 30.1.2010.KJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Flott frænka :)

HP Foss, 4.2.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband