Dýrin vinna Júróvisíon.

Mamma, mamma ég vil kjósa dýrin! Sagði Andri Snær þegar hinir finnsku Lordi höfðu lokið sér af á júróvisíon.  Bragð er að þá barnið finnur - sannaðist sá málshátturinn það kvöldið þegar Finnarnir rúlluðu þessu upp og enginn ósáttur við það sem ég þekki. Skemmtileg tilbreyting í annars frekar einsleitri keppni, mikið af breiðum börmum og dillandi bossum.

Í vinnunni gengur afbragðsvel með innleiðingu nýja GLIMS tölvukerfisins. Ársvinna við undirbúning er nú á enda og spennandi að sjá þetta allt virka í raun og veru.

Í norðan garranum sem nú geysar fyrir utan gluggan er bara huggulegt að hamra á tölvuna nokkur orð í þetta annars ágæta hobbý, bloggið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband