Njálgur

Nú rennur etv. einhverjum í grun að ég ætli að setja á blað nokkrar línur um heimilisvin barnafjölskyldna njálginn, sjálfan Enterobius vermicularis en nei ég læt það vera. Ætla hins vegar að ræða um nokkuð skæðan bróðir hans Helgarfríus jeppatúralis sem hrjáir nú allt heimilisfólkið hér á bæ. Er fiðringurinn orðinn svo óstjórnlegur að vart verður hjá því komist að viðra út þessa óværu um helgina og halda til fjalla. Kláðinn  hefur bara magnast við það að jeppinn er nú kominn í toppstand eftir nokkrar meðferðir hjá bóndanum, daginn tekið að lengja og svo er bara ágætis spá. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa vágests þá er hann ólæknanlegur og aðeins hægt að halda einkennunum niðri með því að trylla til fjalla með reglulegu millibili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Fylgir þessu mikill kláði eins og hinu jukkinu?

HP Foss, 14.3.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Já menn getur klæjað mikið og á ýmsum stöðum, sumum mest í bensínfótinn öðrum í augun vegna þránnar í að sjá dýrðina.

Kristín Jónsdóttir, 15.3.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband