Góður garði

Í fjárhúsunum heima er talað um eystri og vestri garðann eins og svo margt annað í sveitinni sem kennt er við áttirnar. Svo eru stuttir garðar og langir garðar sem að komast þá mismargar rollur eða aðrar skepnur sem haldnar eru. Hér á heimilinu var garðinn þannig úr garði gerður að takmarkaður fjöldi gat sest þar að snæðingi og garðinn orðinn gjörsamlega úr stíl við aðra innviði heimilisins. Um helgina var ráðin bót á þessu og settur upp nýr og betri garði ásamt geymslu fyrir búnað er tengist þeim verknaði að gefa á garðann. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði að taka á móti og metta hinar mörgu flökkukindur sem stundum slæðast inn jafnvel þó að þær komi í stórum hjörðum eins og fyrirséð er um komandi páska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Um að gera að kíkja í kaffi, hér er góð útsýn í allar áttir og hægt að spá í skýjafar og ölduhæð svo eitthvað sé nefnd.

Kristín Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband