Í dag var ég viðstödd tímamótaaðburð sem lífeindafræðingar hafa lengi beðið eftir og er ástæða til að fagna. Ráðherra heilbrigðismála undirritaði í dag reglugerð um veitingu sérfræðileyfis til handa lífeindafræðingum. Lífeindafræðingar geta nú orðið sérfræðingar á ákveðnu sérsviði lífeindafræðinnar hafi þeir til Þess tilskylda menntun og reynslu. Nokkrir mánuðir eru síðan undirrituð lagði inn slíka umsókn hjá ráðuneytinu og nú loksins verður hægt að taka hana til meðhöndlunar. Hver veit nema að á vordögum geti maður farið að spóka sig um sem specialisti í klamydiurannsóknum ekki "dónalegt" það eða hvað?
Tveir Skaftfellingar eru í hópi væntanlegra sérfræðinga í lífeindafræði (Í aftari röð KJ og Helga Erlendsdóttir)
Flokkur: Bloggar | 27.3.2007 | 18:19 (breytt kl. 20:27) | Facebook
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Stína, ég vissi alltaf að þú yrðir sérfræðingur.
HP Foss, 27.3.2007 kl. 21:46
Glæsilegt þið lífeindafræðingar eigið þetta skilið! Ekki slæmt að geta kallað sig sérfræðing.
Þórunn, 28.3.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.