Gráu sellurnar í fínu formi

Nú eftir áramótin hef ég verið með þessar gömlu gráu sellur í höfðinu í endurhæfingu og smá leikfimi. Settist á skólabekk eftir 5 ára hlé frá þeirri iðju. Ekki vissi ég nú hvernig þær tækju við sér og átti ekkert sérstakar vonir á því að þær væru yfir höfuð til neinna stórræða. Það kom því skemmtilega á óvart þegar ég fékk fyrra verkefni námskeiðsins til baka að sellurnar höfðu skilað sínu 9.2 í höfn og nú verður ekki umflúið að gefa þeim annað tækifæri og halda áfram. Vandinn verður bara að finna tíma til að leyfa þeim að spreita sig enn frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband