Suðurnes

Á blíðviðrisdeginum í gær var ákveðið að smella sér í bíltúr um Suðurnesin, kíkja á Wilson Muuga og önnur fræg kennileiti þarna á nesinu. Nokkuð var umliðið frá því við höfðum farið þarna um í öðrum tilgangi en að hoppa uppí flugvél til að komast af skerinu. Ýmislegt hefur nú breyst en annað ekki. Fólk er í auknu mæli að taka sér bólfestu í sumum plássunum en í öðrum er lítil hreyfing, húsin standa mörg hver auð og illa til höfð. Því verður ekki neitað að víða er nesið hálfgerð eyðimörk á að lýta, hvergi trésproti, aðeins úfið hraun svo langt sem litið er. Fögur er þó fjallasýnin þegar bjart er og að horfa út á hafið við Reykjanesvita er ólýsanlega fallegt á svona degi. Vindheld úlpa, húfa og vettlingar eru nauðsynlegir fylgihlutir eigi maður að njóta þessa í augnablikstund enn sem komið er en bráðum fer að vora.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, það er hálfgerð eymd yfir þessum suðurnesjaplássum, skoðaði reyndar Grindavík í dag og þar var allt í miklum bóma, uppbygging mikil og greinilag nóg að gera. Keyrði svo í nýja hverfið í Njarðvík og þar er allt á hvolfi. Gunnar Olgu er þar að byggja, ásamt mörgum fleirum, sýndist mér.

HP Foss, 7.4.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband