Nýjar víddir

Stöðugt fleygir tækninni fram og oftar en ekki okkur til hagræðis eða ánægjuauka. Ein af þessum nýjungum er ný þrívíddartækni í bíó sem nú er komin í 1 bíósal á landinu, 1 af 150 í heiminum segja fróðir menn. Öll familían (nema Pabbi,Mamma og Þórunn) skellti sér að sjá herlegheitin í gær. Efniviður myndarinnar varð nánast að aukaatriði við að fylgjast með hvernig þetta virkaði og maður lifandi mikið afskaplega var þetta nú smart. Persónurnar stukku útúr myndinni, fljúgandi hlutir sveifluðust í kringum mann og rigningin datt á nefið á manni. Einstök skemmtun sem væntanlega mun verða vinsæl í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband