Lukkupotturinn

Haldið þið að ég hafi ekki bara dottið í rauðvínslukkupottinn, þennan mánaðarlega sem við höfum í léttvínsklúbbnum Votmúla. 6 dýrindis rauðvínsflöskur eru nú mínar og bíða afmeyjunar. Votmúli er núna á sínu 5 aldursári og ber aldurinn vel. Líkt og hjá vel reknum fyrirtækjum verður næsta árshátið og samhliða aðalfundur haldinn erlendis og hefur ferðin vinnuheitið safnaðarferð Votmúlakirkju og standa nú yfir mánaðarleg samskot til kirkjunnar í tilefni þess. Án efa verður þetta með líflegri safnaðarferðum sem farnar hafa verið Whistling

Eins og allir vita þá styrkir og gleður hóflega drukkið vín mannsins hjarta .... SKÁL.

Rau�v�n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Segi það sama. Drekk ekki saft með mat.

HP Foss, 15.4.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Jæja það þýðir þá ekkert að bjóða ykkur í mat

Kristín Jónsdóttir, 16.4.2007 kl. 09:05

3 Smámynd: HP Foss

jú, jú. Maður getur nú alveg étið

HP Foss, 16.4.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband