Það kann nú einhver að halda að ég liggi í rauðvínsþynnku sbr. síðasta pistil fyrir helgi en svo er nú ekki. Ég datt hinsvegar í garðinn um helgina og einhver þynnka er í vöðvunum eftir það fyllerí. Hvur veit nema ég endi með þá í afvötnun hjá Þórunni frænku. Tóti datt í bílaviðgerðir og gaf Mussonum smá vorskveringu. Kom þá á daginn að bremsur og pústkerfi þurftu smá yfirhalningu og því hef ég lítið séð af karli í kvöld. Ljósið logar í skúrnum og litli Tóti kemur og gefur mér stöðuskýrslu öðru hvoru. Hvaðan ætli hann hafi þessi "bílskúrsgen" gæti að verið frá móðurafa sínum???
Flokkur: Bloggar | 16.4.2007 | 21:48 (breytt kl. 21:49) | Facebook
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.