Þynnka

Það kann nú einhver að halda að ég liggi í rauðvínsþynnku sbr. síðasta pistil fyrir helgi en svo er nú ekki. Ég datt hinsvegar í garðinn um helgina og einhver þynnka er í vöðvunum eftir það fyllerí. Hvur veit nema ég endi með þá í afvötnun hjá Þórunni frænku. Tóti datt í bílaviðgerðir og gaf Mussonum smá vorskveringu. Kom þá á daginn að bremsur og pústkerfi þurftu smá yfirhalningu og því hef ég lítið séð af karli í kvöld. Ljósið logar í skúrnum og litli Tóti kemur og gefur mér stöðuskýrslu öðru hvoru. Hvaðan ætli hann hafi þessi "bílskúrsgen" gæti að verið frá móðurafa sínum???

Picture1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband