Stund milli stríða?

Jæja þá er loksins komið kvöld sem hægt er að slaka á, sötra kaffið í rólegheitunum og hnoða saman lítinn pistil um dagsins önn. Allar lausar stundir sl. 2 vikur hafa farið í smíð á lokaritgerð í námskeiðninu sem ég hef verið í í vetur. Nú er þetta allt á endasprettinum búið að kynna verkefnið og ritgerðin er í yfirlestri. Í kvöld er því tærnar upp í loft tími.

Eiginmaðurinn og sonurinn eru farnir að leita að varahlutum í nýja hjólið þess síðarnefnda sem kom í hús í dag. Ekki ráð nema í tíma sé tekið að reyna að breyta því eilítið, það er vanin á þessu heimili, hækka upp og setja stór dekk. Hvur veit hvað kemur út úr þessu hjá þeim?

Annars hefur ýmislegt gott gerst sl. daga. T.d. var hún Mæja vinnufélagi minn heiðruð á ársfundi LSH. Mæja hefur í fleirihundruð og fimmtíu ár unnið á sýkladeildinni svo lengi að enginn man hvernig er að vinna á deildinni án hennar.

Enda væri það ekkert hægt svo ómissandi eru hún Beta fyrir okkur öll. Þessi viðburður kom okkur þremur á síður morgunblaðsins þar sem við íbyggnar á svið hlíðum á orð dagsins.

Hef þetta ekki lengra að sinni, mála að fara að slaka á Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband