Ritstífla

Eftir skriftir sl. vikna er maður nú bara þurrausinn og algerlega heiladauður þegar kemur að hugmyndum fyrir blogið. En maður getur nú ekki svikið dygga aðdáendur sína sem þó langflestir þora aldrei að skrifa í gestabókina hvað þá að gera athugasemdir við velluna úr manni. Hvernig væri nú að bulla svolítið á móti þá losnar etv. um ritstífluna.

Harla er hún hugmyndasnauð

húsmóðirin haga

Heillum horfin og heiladauð

hörmung er hástemmd baga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Haltu bara áfram að hugsa

heilan vantar orðið

Hættu að slóra og slugsa

sláðu eitthvað á lyklaborðið

Benedikt Halldórsson, 4.5.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Takk fyrir hjálpina. 

Orðin nú iða hið innra

í mér og út úr æða.

Grafa þurfti mun grynnra

svo gáfur færu að flæða.

Kristín Jónsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband