Moldvörpun, matarboð og myndlist

Þá er maður aftur komin upp á yfirborðið eftir góða dýfu í moldarbeðin allt í kringum húsið. Blómin eru komin á gott skrið og lofa góðu fyrir sumarið. Þetta er yndislegur tími.

Í gærkveldi áttum við frábæra stund í góðra vina hópi í matarboði hjá Ásgeiri og Olgu. Þau eru höfðingjar heim að sækja og ekki spillti fyrir að hitta gamla og góða ferðafélaga en nokkuð var um liðið frá því við sáumst síðast. Hópurinn æsti sig upp í að halda í Þórsmörk á Jónsmessunni sem um árabil var viss passi hjá þessum félagsskap.

Andri hefur varla sést í dag, Svavar var að koma heim frá Spáni og þeir tveir og Garðar hafa verið að leika í allan dag. Í gær fórum við á opið hús hjá listamanninum Bjarna Sigurbjörnssyni hér í hverfinu en var það liður í menningarhátið barna í Kópavogi. Bjarni opnaði vinnustofu sína og leyfði gestum og gangandi að spreyja, mála og lita að vild. Krakkarnir nutu sín í botn og mörg listaverkin urðu til. Frábært framtak hjá Bjarna!

Þetta er nú það helsta frá helginni sem hefur verið ljómandi góð nema hvað Tóti þurfti að fara að meiða sig á fingri áðan. Reif illa upp nögl og skinnið framan af löngutöng. Hann á því svolítið bágt og best að fara að knúsa hann eilítið. kv. KJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband