Ákvað að gamni að opna orðabókina til að finna mér efni til að skrifa um. Vildi svo einkennilega til að orðið sem varð fyrst á vegi mínum var holdsveiki. Hvað veit maður nú um þann forna fjanda sem var landlægur hér sem annarsstaðar fram á síðustu öld. Sjáum nú til.
Orsakavaldurinn er bakterían Mycobacterium leprae sem uppgötvaðist fyrst árið 1873 af Norðmanninum Gerhard Armauer Hansen. Það vill svo til að ég hef komið á spítalann hans í Bergen sem nú er safn og var það ærin upplifun. Þar var veiku fólki safnað saman, það einangrað frá umhverfinu jafnvel árum saman. Slík sjúkrahús voru hér á landi s.s. í Laugarnesinu og á Hörgslandi á Síðu ef ég man rétt. Hér á landi þurftu veikir menn að bera á sér bjöllu til að vara fólk við að þeir væru á ferð. Holdsveiki er hvergi nærri horfin úr heiminum þó hún finnist ekki í hinum vestræðna heimi í löndum suður Ameríku og á Indlandi og víðar er sjúkdómurinn ærið vandamál.
En er einhver önnur merking á þessu orði. Holdið er veikt. Gæti verið yfirskrift í vinsælu bloggi Ellýar Ármannsdóttur! Gæti verið lýsing á breyskleika okkar mannanna og öllum okkar veikleikum. Hversu oft okkur langar og ætlum okkur svo margt en verður svo minna úr verki. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt. Á þessum orðum Jesús enda ég pistil dagsins. kveðja KJ.
Flokkur: Bloggar | 18.5.2007 | 22:09 (breytt kl. 22:10) | Facebook
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.