Áhugaleysi

Mikið vildi ég að ég hefði áhuga á pólitík. Þá gæti ég lofað í löngum bálkum ágæti nýju ríkisstjórnarinnar nú eða sett saman krassandi samsæriskenningar um hvernig hún var bökuð af Baugi fyrir kosningar og nú borin fram með Bónuskaffi á bökkum Þingvallavatns. En ég verð víst að bíta í þá hundasúru að áhuginn og vitið á málinu er takmarkaður. Pólitíkusar eru án efa hið besta fólk upp til hópa og hvað getur maður gert annað en óskað þeim góðs gengis við stjórnun landsins og þakkað fyrir að þau nenna þessu, það veit Guð að ekki myndi ég leggja það á mig. Bestu kveðjur hin íslenska, blágræna, vinstri framsóknarhönd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband