Kvöld eitt er öllum hóað upp í Rússann. Á mátulegum meðalhraða mallar hann austur fyrir holt, yfir álana og fljótlega er beygt niður hraun. Þar tekur við annar heimur, annar tími, önnur gildi. Fallegir lækir sem liðast undan hrauninu eru brúaðir með trébrúm sem staðið hafa lengur en ég hef lifað. Gamlir troðningar liggja út á gresjuna í átt að stöðum sem eitt sinn iðuðu af lífi í það minnsta einu sinni á ári. Gamall bær með hvítum þiljum og grænum gluggaumgjörðum hefur lagt aftur augun sem áður horfðu til hafs. Frá hrauninu liggur leiðin út á sléttuna að húsinu, því eina sem þar finnst. Áður stóð þar lágvaxinn maður tvístígandi á tröppunum og virtist sem hann iðaði í skinninu eftir að heilsa manni og bjóða manni inn. Að baki honum í eldhúsinu var sem þeytispjald væri á ferð, það var systir hans að setja upp kaffið. Þá var gengið í stofu og sest í sófa við eldhúsborðið og aldrei varð maður svo stór að maður næði nema rétt hökunni upp á borðið þar sem bornar voru fram bestu kökur sem maður komst í. Samtöl í þessari stofu voru ávalt hressileg því heimilisfólkið fylgdist vel með og kunni margar sögur frá liðinni tíð. Þarna var maður manns gaman, gleðin kom ekki frá dauðum hlutum. Ég máta sófann og enn nær aðeins hakan rétt við borðbrúnina. Sömu myndirnar eru á veggnum og allt er eins og það var, allt sem þurfti en engu ofaukið, allt var nýtt sem hægt var að nýta. Við skellum í lás og skiljum eftir þennan gamla tíma, þessi gömlu gildi sem fáir hafa í gnægtum og ofneyslu nútímans. Rússinn ratar leiðina heim.
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, segðu.
HP Foss, 30.5.2007 kl. 21:53
Þórunn, 2.6.2007 kl. 14:00
Mér finnst eins og ég hafi einhvern tímann verið þarna líka. Svei mér þá.
Nei, líklega ekki... en mér líður samt þannig.
Lauga (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.