Hnotskurn helgarinnar

Sonur okkar Andri Snær hefur nú lokið fyrsta skólastigi hins íslenska menntakerfis og útskrifaðist með pompi og prakt á föstudaginn. Stór maður varð við þetta enn stærri í sér og skundaði heim stoltur með skírteini og rós í hönd.   Á laugardaginn var svo hátíð hér í bæ, bryggjuhátíð við Kópavogshöfn var haldin í annað sinn og að sjálfsögðu var skundað og litið á nágrannana sem buðu upp á ýmsar listir og krásir fyrir líkama og sál. Heimavið höfum við ekki setið auðum höndum, Tóti að græja fellihýsið fyrir sumarfrí og að vanda eru innleiddar nýjungar eins og rafdrifið vatnskerfi og lesljós svo fátt eitt sé nefnt. Frúin vatt sér í tiltekt og tók fataskápana í gegn og nú er bara alveg hægt að koma einni flík enn inn í þá. Síðast en ekki síst er afmælisdagur í dag. Afmælisbarnið ber 69 árin einkar vel og ef ég þekki hann rétt þá er hann nú kominn inn í ból með nýju biblíuna sína yfir gamla traktora. Elsku pabbi innilega til hamingju með daginn Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn

Til hamingju Andri Snær, til hamingju Stína og Tóti með strákinn og til hamingju Nonni með afmælið

Þórunn, 7.6.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband