Í nógu að snúast

Dagurinn var viðburðaríkur og nokkuð óhefðbundinn. Byrjaði á því að sofa pínulítið yfir mig sem kemur sem betur fer afar sjaldan fyrir því það veldur streitu að vera of seinn. Í vinnunni höfum við verið að flytja hluta starfseminnar í nýtt húsnæði og er það nú að mestu komið í gagnið. Skýrsla stefnumótunarinnar sem við höfum unnið að í vetur kom einnig úr prentun í dag. Uppá þetta tvennt var svo haldið með teiti í enda vinnudagsins og skálað fyrir góðu verki. Cyberlab beiðna- og svarkerfið sem við vinnum nú að að innleiða fékk sent sitt fyrsta svar í dag og nú tekur við ærin vinna hjá mér við uppsetningu þess. Það er því lúin kona sem leggur höfuð á kodda eftir fáar mínútur og vonandi man hún nú betur eftir því að stilla klukkuna en í gærkveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband