Dagurinn var viðburðaríkur og nokkuð óhefðbundinn. Byrjaði á því að sofa pínulítið yfir mig sem kemur sem betur fer afar sjaldan fyrir því það veldur streitu að vera of seinn. Í vinnunni höfum við verið að flytja hluta starfseminnar í nýtt húsnæði og er það nú að mestu komið í gagnið. Skýrsla stefnumótunarinnar sem við höfum unnið að í vetur kom einnig úr prentun í dag. Uppá þetta tvennt var svo haldið með teiti í enda vinnudagsins og skálað fyrir góðu verki. Cyberlab beiðna- og svarkerfið sem við vinnum nú að að innleiða fékk sent sitt fyrsta svar í dag og nú tekur við ærin vinna hjá mér við uppsetningu þess. Það er því lúin kona sem leggur höfuð á kodda eftir fáar mínútur og vonandi man hún nú betur eftir því að stilla klukkuna en í gærkveldi.
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.