Af því það er nú alltaf svo rólegt og lítið hjá okkur að gera var ákveðið að skella sér í að byggja pall við húsið, smá svona skika, c.a. 40 fm í fyrsta áfanga
. Þegar vinnudag laug var því rokið út í garð og byrjað að stinga upp torfið og rista ofan af. Lauk því verki nú fyrir skömmu. Þá tekur nú við þáttur eiginmannanna í húsinu og spurningin er hvort framganga þeirra verði eins vaskleg og eiginkvennanna við torfristurnar. Verkið er nú þegar komið þremur kvöldum fram úr áætlun því þeir höfðu áætlað a.m.k. 3 kvöld í jarðvinnuna
. Drengirnir voru liðtækir við vinnuna og roguðust með torfið á milli sín. Það eru því lúnir menn og konur sem ganga til hvílu á þessu indæla júníkvöldi.
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Notaðir þú torfljáinn hans afa þíns. ?
HP Foss, 11.6.2007 kl. 23:12
Gott hefði nú verið að hafa ljáinn hans afa en ekki var því að skipta. Verkfærin voru þó gömul og gætu þess vegna hafa verið í hans eigu en þau dugðu nú samt.
Kristín Jónsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.