Snúist og snúist

með þökurnar frá í gær. Búið að fara með fulla kerru af torfi í burtu og tvær eftir sem bíða eftir að tippurinn opni aftur. Kallarnir eru byrjaðir að spá og spekúlera, grafa tilraunaholur til að gá hvað sé langt niður á fast og nú er ekki hægt að þverfóta fyrir böndum þvers og kruss um garðinn. Ég held að steypuæðið sé alveg um það bil að renna á þá eins og stundum gerist með menn þegar svona verk eru fyrir höndum. Andri og Svavar eru alveg í essinu sínu í moldinni og alveg ljóst að það verður ekki lítill þvottur þessa vikuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Á svona stundum er gott að eiga konu, konu sem tekur blómin frá áður en vinna hefst og þvær síðan fötin af manni í lok dags, svo maður geti lagt sig rólegur eftir matinn sem hún lagaði handa manni. Ójá, sei,sei.

HP Foss, 12.6.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Þú meinar að ég ætti að fá mér eina slíka, það er hugmynd!

Kristín Jónsdóttir, 13.6.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband