Tekið á honum stóra sínum

Ég er afar lítið fyrir að kvarta og kveina það gerir hlutina sjaldan neitt betri en stundum má maður til. Almættið hefur áreiðanlega sínar ástæður fyrir því að hafa hlíft mér við þessari ömurlegu uppfinningu sinni, hlaupabólunni, ég á vonandi eftir að koma auga á þær. Þeir segja að allir erfiðleikar styrki mann, þetta er a.m.k. góð æfing í að halda geðprýðinni það er ekki svo auðvelt þegar mann KKKLLLÆÆÆJJJAAARRR svona hrikalega. Er á leið í matarsódabað það vonandi hjálpar.

kveðjur Bóla bumban.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stína mín. Ekki liggja lengi í natroninu.
Mér finnst þetta nýja ættarnafn ekki við hæfi nema kviðurinn sé útbrotinn. Heldurðu að þetta séu nokkuð moskítófubit sem eru svona stingandi? Það skyldi þó ekki vera að moskító-fjölskyldan hafi fylgt mér til landsins.
Sendi þér mínar bestu óskir um skjótan bata og nokkur hugarklór.

Lauga (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur Lauga mín. Ýmis ættarnöfn eru vel við hæfi núna eins og barmur, bossi, bringan, þetta er ekki svo fábrotið núna skal ég segja þér. Eftir þessi kynni af Varicella fjölskyldunni þá skal ég segja þér að þau þarna Moskító eru sko bara peð . Held uppi hörðum vörnum og prófa hjartasalt næst.

Kristín Jónsdóttir, 28.6.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband