Sumarfrí 2.hluti. Á Fossi

Í Paradísinni okkar á Fossi var næstu 2 vikum frísins eytt. Þar þarf nú engum að leiðast. Fjórhjólin fengu fínan snúning, skroppið í veiði í heiðina, þefað af heyi og duddað í garðinum. Krakkarnir pössuðu hvort annað og lítið var fyrir þeim haft enda allt svo afslappað. Við systurnar slógum saman í trampólín og daginn sem það var sett upp voru krakkarnir nú ekkert lítið glaðir, sjá mynd.Trampólínæði Í garðinum hafði pabbi komið Allisinum og gamla Siggeir (56´Farmalinum) fyrir og þurfti nú stundum að liðka þá aðeins. Menn sem dvöldu á Fossi komu í nokkrar pílagrímsferðir að skoða gripina sem settu fallegan svip á garðinn.Siggeir settur í gang

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband