Í Paradísinni okkar á Fossi var næstu 2 vikum frísins eytt. Þar þarf nú engum að leiðast. Fjórhjólin fengu fínan snúning, skroppið í veiði í heiðina, þefað af heyi og duddað í garðinum. Krakkarnir pössuðu hvort annað og lítið var fyrir þeim haft enda allt svo afslappað. Við systurnar slógum saman í trampólín og daginn sem það var sett upp voru krakkarnir nú ekkert lítið glaðir, sjá mynd. Í garðinum hafði pabbi komið Allisinum og gamla Siggeir (56´Farmalinum) fyrir og þurfti nú stundum að liðka þá aðeins. Menn sem dvöldu á Fossi komu í nokkrar pílagrímsferðir að skoða gripina sem settu fallegan svip á garðinn.
Flokkur: Bloggar | 30.8.2007 | 20:46 (breytt kl. 20:48) | Facebook
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.