Nú slær maður um sig á Serbó-Króatísku og bíður góðan daginn með stæl! Við hjúin komum til landsins í gær eftir 6 daga ferðalag til Dubrovnik í Króatíu. Og já, við flugum 11.9. og meira að segja í gegnum Frankfurt sem átti að sprengja upp um daginn, það þýðir víst ekkert að vera að spá í þetta þá færi maður aldrei neitt, ekki satt. Ferðin sem farin var til að sitja aðalfund samtaka evrópskra örverufræðifélaga tókst með ágætum enda landið funheitt, fagurt og frítt. Eftir fundinn sem var á föstudag og laugardag áttum við tvo heila daga í að skoða okkur um og kynnast landi og þjóð eilítið betur. Dubrovnik er ævagamall, lítill en afar skemmtilegur og fallegur bær sem enginn er svikinn af því að heimsækja. Þar má t.d. ganga eftir 2 km löngum virkisvegg sem umkringir allan gamla bæinn og reistur var fyrir mörgum öldum síðan. Þetta er fyrsti staðurinn sem ég kem á þar sem göturnar eru lagðar marmarsteinum. Sjórinn er jafn tær og íslenskur fjallalækur en því trúir enginn fyrr en séð hefur. Því miður er ég ekki í þeim hópi sem finnst gott að flatmaga á sólarströnd en þetta er einnig kjörinn staður fyrir slíka iðju. Alltaf er nú gott að koma heim og hressandi að ösla lækina á götunum í stórrigningunni í dag eftir allt þetta sólskin
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim. Fjallalækirnir í Lækjunum voru nú víst ekkert sérstaklega tærir í dag en þannig kýs ég að sjá þessa króatísku sprænu.
Og hana nú!
HP Foss, 12.9.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.