Enginn ferð í sveitina er fullkomin nema að komast í léttan rúnt á Rússanum og í sumarfríi er það algjört möst. Sunnudag einn var pakkað niður nesti og "brunað" af stað inn á Vesturafrétt. Áfangastaðurinn var Reiturinn. Staðurinn sá er m.a. tilkomin fyrir tilstuðlan ömmubræðra minna þeirra Sigga og Steina sem fyrir margt löngu gróðursettu, í afgirtu svæði á eyðimel nokkrum, nokkur lúpínufræ. Þóttumst við vita að lúpínan væri vel spræk ennþá enda skoðað staðinn í nokkur skipti áður. Erindið var hins vegar að kanna hvort þrílit fjóla, sem mamma hafði stungið þar niður fyrir nokkrum árum, væri enn á lífi. Á leiðinni inn í reit er margt fegurra staða og gaman er að stoppa t.d. við Fagrafoss og í Eintúnahálsi.
Þegar inn í reit var komið blasti við mikill og fallegur gróður, margar blómtegundir og grávíðir. Hófst þá leitin að fjólunni og viti menn þarna var hún. Lifði góðu lífi í skjóli við lúpínurnar og mittishátt grasið.
Eftir góða sund í reitnum var dólað á Rússanum vestur í svokallað vik og gengið að steini nokkrum sem Steini kallinn fann eitt sinn í tófuleit. Höfðu þeir félagar pabbi, Steini og Siggi tekið á sig náðir í Rússanum þegar tók að heyrast sérkennilegt hljóð úr fjarska. Ekki undi Steini við það að vita ekki hvað það var og ákvað að ganga á hljóðið. Kom hann þá að steini nokkrum sem í vindinum vaggaði ofan á öðrum steini og myndaði við það eilítið bank. Eftir góða stund í vikinu var dólað til baka og nú farinn línuvegurinn austur á heiðarbrún ofan við Geirland. Rússinn fór létt með að dóla niður brekkuna og skilaði okkur þá sem endranær heim úr góðri ferð.
Flokkur: Bloggar | 1.10.2007 | 19:39 (breytt kl. 19:44) | Facebook
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur verið frábær ferð :) Það er ágætt að vita af öxlinni því mér sýnist bæði hinar yndislegu Lífmælingar og efnafræðin góða eigi eftir að kalla fram nokkur tár í vetur.. Þessi önn verður bara tekin á hörkunni hehe ekki sjens að ég nenni að sitja í þessum tímum aftur!!!
Þórunn, 1.10.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.