Cyber Stína

Í æsku fékk maður fréttirnar nokkra daga gamlar með Mogganum eða Tímanum en svo var auðvitað sjónvarpið en þó ekki á fimmtudögum og ekki í júlí. Alla aðra visku varð að lesa af bók. Samskipti við vini í öðrum landshlutum fóru fram með pappírsbréfaskiptum. Þegar ég byrjaði að vinna á rannsóknarstofunni skráðum við niðurstöðurnar með penna í bók.

Í dag er öldin önnur. Nýjustu fréttir tiltækar á öllum tímum og ef maður missir af sjónvarpsfréttatíma má horfa á hann á netinu. Nýjustu þekkingu í vísindum má lesa í rafrænum tímaritum líka á netinu og engar afsakanir fyrir því að vita ekki af hlutunum. Vinir og kunningjar lesa fréttir af manni á blogginu og kasta á mann kveðju þar og hringja etv. eitt og eitt símtal til hátíðarbrigða en það er í raun óþarfi það er hægt að tala saman frítt með Skypinu. Ég fór í háskóla í Bandaríkjunum en sit heima í stofu og kennarinn er í Hollandi. Í verkefnavinnu komum við saman á spjallborði námskeiðsins og svo poppa félagarnir upp í AOL þegar þarf að ræða málin. Í dag kynnti ég fyrir læknum á gjörgæsludeildinni nýja rafræna svarakerfið okkar í vinnunni en þar geta læknar skoðað niðurstöðurnar um leið og við höfum skráð þær í okkar kerfi.

Já það breytist ýmislegt á mannsævi en hvern hefði grunað þetta fyrir 37 árum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband