Smá stuna

Jæja, er nú ekki mál komið að stynja upp einhverri visku hér á bloggið. Það er vægast satt mikið að gera hjá minni og fær bloggið að kenna á því og situr fast á hakanum þessa dagana. Hér heima eru allir hressir og bíða sumir spenntir eftir afmælinu sínu þann 25. Ég var með þá hugmynd að nálgast afmælsigjöfina á hálfvirði í dag en hætti við þegar ég sá röðina út á horn og umferðaröngþveiti um allan Smárann. Makalaus landinn þegar hann tekur sig til.

Tóti er á haus ofaní húddi á þeim svarta og hristist húsið af og til þegar verið er að prófa ganginn. Þessir 400 hestar geta svo sannarlega látið í sér heyra hérna við húshornið. Svo ætlar hann að skvera Mússóinn því hann er á förum frá okkur fljótlega. Húsmóðirin er orðin glaseygð af allri tölvuvinnunni því nú eru verkefnaskil í skólanum og allt á fullu í samskiptum austur og vestur um haf. Það er því mál að fara að hætta þessu pikki og kíkja á steikina í ofninum, opna eina rauða og "hugga sig" svolítið eins og þeir segja í Danaveldi.

bestu kveðjur til allra nær og fjær.

Stína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Ja, Þér er ekki fysjað saman frænka. Steikina át ég í gamla bænum, hjá Helgu frænku og amma líka og alles. Mjög gaman og notalegt. Síðan var tekinn einn kaldur í bragganum og duddað í dúllunnni sinni þar, það eru nú ekki nema kannski 40 hestar og tveir sylendrar. Frekar hljóðlátt allt saman.

Best að fá sér annan kaldan.

HP Foss, 20.10.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband