Meðlimir í vínklúbbnum Votmúla áttu einstaklega góðar stundir sem og létta spretti í ferð sinni til Danaveldis. Margt var brallað og borðað og borðað og borðað og drukkið! Félagar höfðu á orði að klúbburinn væri að breytast úr vínklúbb í matarklúbb en þetta tvennt fer jú afskaplega vel saman ekki satt, matur og drykkur. Söfnuður þessi, oft kenndur við Votmúlakirkju sótti heim kirkjur og krær, víninnflytjendur og veitingahús, sveitakrær og smurbrauðsstofur, tívolí og tuskubúðir svo fátt eitt sé nefnt. Íslendingaslóðir voru skoðaðar undir dyggri leiðsögn Guðlaugs Arasonar og var það einstaklega skemmtilegt og hægt að mæla með við hvern Íslending sem álpast á danska grund. Skaftfellingurinn Broddi Hilmarsson sem margir þekkja slóst með í för ásamt spúsu sinni og arkaði með okkur um gamla bæinn. Hægt væri að segja margar sögur úr þessari dýrindis ferð en liggja þær nú í gerjun og bíða betri tíma.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.