Ég á nú alveg einstaklega kurteisan og hógværan mann sem er nú ekki vaðandi upp með heimtufrekjuna og tilætlunarsemina eins og margur nú til dags. Skilaboðin hans til mín þegar ég er ekki að standa mig sem skyldi eru svo fínleg að unun er að. Vegna þess að aldrei slíku vant eru nokkrar annir hjá mér í vinnu, skóla o.s.frv. og sökum þess hef ég nú dregið það að byrja jólabaksturinn. Bakið hefur nú heldur ekki alveg verið að duga daginn. Sl. daga hefur ýmislegt skrítið skeð. Kökustamparnir læddu sér úr efstu hillunni í búrinu og niður á frystikistuna. Uppskriftamappan lá á borðshorninu einn daginn og svo kom Andri Snær skoppandi með mömmukökumótin til mín í gær eftir að þeir feðgar höfðu rótað eitthvað í skúffum um tíma. "Mamma, hvenær byrjum við eiginlega að baka". Þetta var nú svo krúttlegt allt saman að mín rumpaði af lokaverkefnunum, dreif sig í Bónus og verslaði í baksturinn, skellti í sig nokkrum verkjatöflum og viti menn komin ein sort og deigið tilbúið í aðra sem bakast á morgun. Segið þið svo að þolinmæðin (hans Tóta) vinni ekki þrautir allar
.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, neyðin kennir naktri konu að spinna, og svöngum eiginmanni að finna til amboðin í baksturinn. :)
HP Foss, 10.12.2007 kl. 22:20
Sæl Stína
Þetta með baksturinn er nú komið í góðan farveg hjá mér ég baka bara eitthvað smá fyrir mitt afmælið þann 18. og svo 2 óskakökur fyrir strákana. Elli kom nefnilega á óvart fyrir nokkrum árum og spurði mig því ég væri að baksa við að baka þegar það væru menn sem hefðu þetta að atvinnu og síðan hef ég bara keypt eitt og eitt box af smákökum og stundum kökubotna líka ef tíminn hefur verð lítill.
Kveðja
Jóna frænka á Skaganum
Jóna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.