Komin á ról

Ef ég hef einhvern  tímann komist nálægt því að upplifa kraftaverk þá var það í gær. Kl. 6:45 haltraði ég sárþjáð inn á spítala og kl 13 var ég farin að róla um gangana og kom svo heim í dag og ekki búin að taka eina verkjatöflu, makalaust. Læknirinn dró dágóðan brjóskdrjóla upp úr bakinu á mér sem öllum vandræðunum olli og hann er nú á bak og burt og framundan bara að jafna sig, labba, labba, labba og labba. Þakka allar hlýju kveðjurnar sem bárust á bloggi, SMS o.fl. Smile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband