Naut í flagi

Tók hann frænda minn á orðinu og tók þann pól í hæðina að ég væri sterk eins og naut og trúa á að ég myndi hrista af mér þessi veikindi öll. Það er löngu vitað að trúin flytur fjöll og að hægt er að komast langt á jákvæðu hugarfari, hví ekki að reyna það. Reyndi því að hugsa sem minnst um spennuna í fætinum og eftir ágætan dag með góðu blandi af afslöppun, kennslu, vinnu og lærdómi (því skólinn er byrjaður á ný!) er líðanin hin besta, löppin til friðs og hægt að teygja úr skankanum án verkja. Ja ef þetta er ekki trúin þá er þetta bara gamla skaftfellska seiglan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband