Lítil klausa

Jæja er nú ekki mál að setja staf á blað. Þykist hafa verið eitthvað upptekin undanfarið, svo hvað er nýtt. Smá sönnun má finna á slóðinni http://www.laeknabladid.is/2008/04/nr/3123.

Átti nýlega tvær heimsóknir að Bessastöðum, aðra sorglega en hina ánægjulega. Önnur til að kveðja elsta son vinafólks okkar sem lést í mótorhjólaslysi. Hin til að heilsa upp á forsetann en hann bauð heim kennurum og nemendum námstefnunnar um Global health. Það er annars merkilegt að koma á Bessastaði. Hvar annarsstaðar í heiminum ekur almúgamaðurinn heim að dyrum forsetans, gengur til stofu og heilsar forseta án þess svo mikið sem að spurt sé til nafns. Amerískir gestir námstefnunnar voru gáttaðir á þessu frelsi, þessu trausti sem þeim fannst jaðra við kæruleysi. Að lokinni tölu forsetans mátti skoða sig um í húsinu og var það einkar áhugavert, margt fallegra muna, málverka og ljósmynda.

Það var líka upplifun að snæða á Hótel Holti í vikunni sem leið. Hef lengi ætlað að prófa það en aldrei látið vera af því, svona er maður nú sveitó. Boð Minnesotaháskóla var því einkar áhugavert og Holtið klikkaði ekki. Maturinn frábær og umhverfið magnað.

Nú er vorið í nánd með litlu lömbunum, litlu fermingarbörnunum, litlu krókusunum sem gægjast upp úr moldinni af veikum mætti og litla fiðringnum sem kemur alltaf í magann þegar maður hugsar til sumarsins. Ó hvað ég hlakka til hlýjunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Það er aldeilis dugnaðurinn í þér frænka. Maður verður bara að lesa þetta í rólegheitum í vor.

HP Foss, 7.4.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Ég hef gert nokkrar tilraunir til að lækna þessa pöddu en aldrei tekist. Hún er, var og verður ólæknandi, sem betur fer!

Kristín Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband