Stöku sinnum heyrist stuna

Kæru þolinmóðu lesendur.

Ófyrirgefanleg bið hefur orðið á færslum hér á þessa síðu. Ég held að stína stuð sé bara rangnefni á þessa síðu. Stína stöku sinnum væri betur við hæfi. En hvað um það. Loks gafst stund til að setja línur á blað. Margt hefur skeð síðan síðast, skólinn klárast hjá mér og Andra, 2 ferðir í sveitina, viku pest hjá þeim feðgum Tóta og Andra, mamma kom í heimsókn, amma Gyða varð 85 og pabbi varð sjötugur svo fátt eitt sé nefnt. Við erum núna komin í sumarfrí og erum innan skamms á leið til Danmerkur í vikureisu. Það er því nóg að snúast hér og sumir vægast sagt orðnir spenntir. Læt þessu lokið að sinni, vona að þið njótið sumarsins.

Stína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Sömuleiðis Stína, góða ferð.

HP Foss, 16.6.2008 kl. 13:01

2 identicon

Góða skemmtun í Baunalandi, vonandi sjáumst við nú í sveitinni í sumar

Steinunn Elsa (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband