Afmæli að láni

Jæja mín er ekkert að standa sig í blogginu þessa dagana enda sumar og sól og í mörgu að snúast. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir afmælið þann 2.8. Ekki mitt nei ég verð bara thirty something. Það er kallinn hann Tóti sem fengið hefur lánaðan afmælisdaginn minn og ætlar að fagna sínu 50 afmæli þá. Hann vill drífa í þessu á meðan hann er enn uppi standandi og skynjar umhverfi sitt ennþá sem yngri maður Wink. Afmælið verður að sjálfsögðu á Fossi á Síðu í formi útihátíðar með tilheyrandi glensi og gríni. Birgðaflutningar standa nú sem hæst og fær Kyroninn að kenna á því. Var að pakka rauðu, hvítu og bjór upp í rjáfur og svo er skottið fullt af hátölurum og þesslags dóti. Andri er þessa dagana hjá ömmu og afa í sveitinni og nýtur þess til hins ýtrasta hef ég heyrt. Pínu skrítið að vera heima barnlaus - hlakka til að sjá hann í kvöld. En nú er það sveitin sem bíður Adju.

Alda 40


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband