80 manna afmælisveisla og útihátíð var haldin á Fossi um verslurarmannahelgina í tilefni hálfrar aldar afmælis stærri helmingsins. Tókst það með ágætum og skemmtu menn og konur sér vel við mat, drykk og vísnasöng fram eftir nóttu. Nokkri hápunktar voru á hátíðinni s.s. innkoma kamarsins en hann kom akandi alla leið úr höfðuborginni en á leiðinni bættust á hann hinar ýmsu skreytingar og fylltist hann af hinum ýmsu kræsingum og göróttum drykkjum á leiðinni. Ræða Steinmars og afhending hans á verkfærakistu nútíma jeppamannsins var hin besta skemmtun og útlistingar Þórarins á nytsemi innihaldsins sömuleiðis. Kalli Mar flutti Tóta kveðju Víðáttuvina og færðu Stínu göngustafi og bauk fyrir hressingardrykk svo hún gæti stutt Tóta sinn í væntanlegri Ítalíuför þeirra á sjálfu afmælinu. Tóta færðu þau skotsilfur í pung er geymast skyldi innan klæða eins og aðrir pungar. Eyjólfur, Þór og Kalli Mar slóu á strengi af mikilli list og leiddu hópinn í söng. Ástkær eiginkonan flutti manni sínum eftirfarandi kveðju.
Tóti 50 ára Kveðja frá eiginkonu Á tímamótum sem þessum er vert að líta aðeins um öxl. Mörg ykkar hafa þekkt mun lengur en ég en fæst ykkar hafa verið í jafn nánu samneiti við hann og ég og því mun ég gera tilraun til að sína ykkur Tóta í tilhugalífi og hjónabandi. En best er ávalt að byrja á byrjuninni og því höldum við 50 ár aftur í tímann, á Háveginn í Kópavogi þar sem hjón, þá með þrjú börn voru búin að koma sér vel fyrir.
Afrakstur ástarfunda
eins og við öll, varð hann til
Sem glampi í augum hans Munda
og Gyða var tápmikil.
Á árinu fimmtíu og átta
Áttu þau hörkutól
sem aldrei fór að hátta
fyrr en allir voru komnir í ból.
Sjö ára skal stálsleginn
setjast á skólabekk.
Skildi ekki menntaveginnog
Háveginn heldur hann gekk.
Fyrir þá sem ekki þekkja þessa sögu þá svaraði sá stutti föður sínum þegar hann spurði: Ætlar þú nú að fara að ganga menntaveginn Guðni minn. Nei ég ætla bara að ganga Háveginn.
Brátt varð hann bifreiðasmiður
og bílarnir urðu hans brauð
Á fjöllum fannst útrás og friður
við fallvötnin kolmórauð.
Öll þekkið þið ástríðu Þórarins á ferðalögum jafnt sumar sem vetur. Margir halda að hann sé með bíladellu en svo er ekki. Hann er með ferðadellu og hann sinnti þeirri dellu vel um margra ára skeið og gerir enn. Ég ætla að láta öðrum eftir að rifja upp ferðasögurnar sem eru ótal margar. Við stökkvum því fram til þess tíma þegar við Tóti vorum að kynnast en um það leiti var hann að smíða Blazerinn og var því öllum stundum í skúrnum inni á Smiðjuvegi.
Sögu vil ég segja skjóta
Sem þið hafið eflaust frétt
Því öll þið þekkið vel hann Tóta
Það er alveg rétt.
Algerlega indæll kallinn sá
Yfir fjöll og firnindi á jeppa til og frá
Mömmu sinni býr hann ennþá hjá
Ókvæntur og barnlaus enn hvað viltu meira fá.
Hlauptu stelpa gríptu gæjann
Gefst þér ekki betra hnoss
Tóti, Tóti, Tóti, Tóti
Kom og ver með oss.
Öllum stundum eyðir Tóti
Undir bíl á Smiðjuveg
Fljótur skal sá fararskjóti
og ferðin ógurleg.
Hvað ætlar þetta að verða Tóti minn?
óratíma eytt hefur í mótorræfilinn.
Horfinn er í burtu hálfur Chevinn
Ekkert eftir nema sjálfur boddýparturinn.
Á þetta engan endi að taka
aldrei verður þetta að bíl
Brátt þú verður úti að akaí einhverju eins og fíl.
Kinkar kolli kátur Tóti
kært er honum þetta sport
Brátt skal chevinn spíta grjóti
og spæna um landið vort.
Þú skalt bara bíða væna mín
Góðir hlutir gerast hægt það veistu ástin mín
Blánóttin hún verður ennþá þín
Á endanum þá verður kerran ofsalega fín.
Komdu bara og kíktu í skúrinn
kaffi þarf að hella á hér
með þér bíð í fyrsta túrinn.
Elskan treystu mér.
Og stelpan treysti Tóta og sér ekki eftir því. Stundirnar sem eytt var í skúrnum hafa svo margfalt komið til baka í frábærum ferðum vítt um landið.Fyrsta árið bjuggum við í einu herbergi heima hjá þeirri góðu konu Gyðu, mömmu hans Tóta. Þótti henni þröngt um okkur þar og kom nú að því að Tóta fannst það líka og vildi hefja búskap. Keypt var íbúð á Borgarholtsbraut og eins og með allt sem Tóti fær í hendur þá þurfti hann að breyta, bæta, stækka og massa til á sinn hátt. Lítum nú á það.
Byggja vildi bú sér Tóti
Brautinni á við Borgarholt
Öll var vinnan uppímóti
endemis brambolt.
Brjóta vildi veggi og velta úr stað
Vaskur gekk í verkið uns allt var útatað
Ryk og drulla út um bekk og bað
Bað svo menn að hjálpa sér að gera meira svað.
Á eftir þurfti allt að þrífa
ekki sá á auðan díl
Aldrei skal hér aftur rífa
þó alveg skipti um stíl.
Svo var það eitt vetrarkvöld 2000 að við sátum við eldhúsborðið með dagblöðin og ég rekst á frétt um eitthvað nýafstaðið brúðkaup og segi svona í gamni: Hvenær ættum við nú að láta pússa okkur saman Tóti. Fín hugmynd hvað segir þú með 20. janúar 2001 það er flottur dagur. Og þar með var það ákveðið og kallinn slapp við að fara á skeljarnar enda ekki hans stíll. Eitthvað vorum við líka farin að spá og spekúlera í fjölgun mannkynsins en lítið orðið ágengt fram til þessa.
Kært nú þótti karli um konu
Kvænast vildi þá um hæl
Á eftir skildi eignast sonu
en óvíst með hvaða stæl.
Bara að ég vissi hvað best væri
Best ég biðji prest að nefna hvaða verkfæri
Ætli gagnist eitthvað kynfæri
Hví leggur konan sundur á sér bæði læri.
Góð víst voru guðsmannsráðin
því gekk nú vinan um vanfær.
Inni var þar indæll snáðinn
elskaður Andri Snær.
Síðan drengurinn kom í heiminn hefur lífið snúist að stórum hluta um hann eins og eðlilegt er. Tóti er góður faðir, eftirlátur en með alveg skír mörk um hvað má og hvað má ekki. Æsir sig ekki að óþörfu og því er tekið mark á því þegar það gerist.En hvernig eiginmaður er Tóti. Auðvitað góður, að mínu mati. Einhvers staðar las ég að það sem einkenndi gott hjónaband væri það að hjónin gætu þagað saman og liðið vel í þögninni. Þessu er ég sammála. Dragið nú fram vasaklútana því þriggja línu ástarjátning verða mín lokaorð hér í kvöld.
Með þér er þögnin þægileg
ei þrúgandi orðaflaum.
Með þér er ferð með fyrirheit
áfram með tímans straum.
Með þér er ástin ei augnablik
heldur ævin sem eftir er.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.