Blót

Þá eru jólin afstaðin og grár hversdagsleikinn tekinn við. Framundan er þó í ljóma sjálfur þorrinn með sínum sviðakjömmum og súrum pungum. Yndislegur tími þorrinn. Hann má blóta þó ekki svo ljótt eins og margir láta sér um munn fara þessa dagana meira að segja í sjálfu áramótaskaupinu (helv. f.f.) sem sló mann eins og snöggur kinnhestur. Væri ekki ráð að hætta nú að blóta svona ljótt og einhenda sér í að blóta þorrann með stæl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst hér inn í gegnum krókaleiðir og komst að því að við þekktumst þegar við vorum litlar. Ég var í sveit á Fossi sem barn, hjá Sigga og Fjólu ömmu og við lékum okkur stundum saman. Vildi bara kvitta fyrir mig.

Helga Dís (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Sæl Helga Dís. Ég man eftir þér þó langt sé um liðið. Þessi gömlu góður dagar á Fossi gleymast seint ekki satt. Takk fyrir kvittið.

Kristín Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: HP Foss

Já, bið líka að heilsa Helgu Dís en við Steini frændi hennar lékum okkur meira saman þá, sérlega stiltir og dagfarsprúðir pilta þar.

Kýlum á blótin, hefjum raust og kýlum vambir.  

HP Foss, 12.1.2009 kl. 22:07

4 Smámynd: HP Foss

ég vann einu sinni með manni sem var mjög trúaður, var og er trúboði en einnig smiður. Hann hváði í hvert sinn sem ég blótaði þannig að ég varð að segja það aftur en gerði það án blótsyrða. Þetta vandi mig næstum af þessu ég var mjög gott að bóta ekki en svo hætti hann og ég ´fór að blóta aftur.

Þarf eiginlega að fara í bindindi.

HP Foss, 12.1.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband