Ort fyrir þorrablót Sýklafræðideildar (höfundur KJ)
Nú er kalt á klaka
kreppa ríkir hér.
Yljar ekkert mér
allir kveinka sér.
Láta í veðri vaka
að vænkist hagur seint.
Alþing illa skeint
svifaseint.
Bubba höndin blá
brotin er og tá.
Samfylking á ská.
og skjön nú fer hún frá.
Sækja ei til saka
sökudólga þá.
Er seðlum sviptu oss frá
svei mér þá.
kreppa ríkir hér.
Yljar ekkert mér
allir kveinka sér.
Láta í veðri vaka
að vænkist hagur seint.
Alþing illa skeint
svifaseint.
Bubba höndin blá
brotin er og tá.
Samfylking á ská.
og skjön nú fer hún frá.
Sækja ei til saka
sökudólga þá.
Er seðlum sviptu oss frá
svei mér þá.
Álitleg innistæðan
engin eftir er.
Markaðssjóður sver
skuldir núna ber.
Mörg er mannsins mæðan
og maðkur mysu í.
Botnum ekkert í
hvað olli því.
Bankastjórablók
bónus stóran tók tók.
Í jeppa burtu ók
með feita bankabók.
Efa ótvíræðan
almenningsins róm.
þykja orðin tóm
þjóðardóm.
Hvað mun verða veit ei
vissa engin er.
Hvað framtíð í faðmi ber
fyrir okkur hér.
Upp við gefumst aldrei
áfram göngum veg.
Trauðla flýjum treg
í Noreg.
Herðum hugann nú
Hafa verðum trú.
að við bætum bú
biðjum við Jesú.
Guð oss gleym ei
þó gefið hafir allt.
Enginn endurgalt
svo einfalt.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilld.
HP Foss, 5.2.2009 kl. 21:08
Vel ort frænka :)
Þórunn (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.