Erum við farin í hundana?

Margt býr í þokunni var eitt sinn mælt. Í dag segi ég margt býr í snjónum. Það sést þegar hann skiptir um ham og lekur burt í hlákunni. Ég ætla ekki að kvarta yfir öllu ruslinu, sígarettustubbunum og rakettuhettunum sem nú þekja grundir, slíkt má týna upp með vorinu, heldur minnast á hundaskítinn sem maður þarf að sæta lagi að komast hjá á annars vel til höfðum göngustígum bæjarins. Halda  menn virkilega að það sem hverfur í snjóninn sjáist aldrei meir? Hafi ég eitthvað verið farin að dala í þeirri skoðun minni að hundar eiga heima í sveit þá hefur sú trú nú styrkst til muna amk. hundar þeirra sem ekki geta hirt um dýrin eins og vera ber. Og hana nú!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Og aftur erum við sammála, þetta er ekki hægt, hundaeigendur eru allt of latir við að taka upp helv skítinn, og ég vil ekki sjá það að fólk stoppi til að leyfa þeim míga utaní trén hjá mér,  þoli ekki hundhelv á móti sem er hleypt út um hálf tólf á kvöldin og þar geltir hann í hálftíma, þoli ekki hundaskít, reyndar ekki heldur uppi í sveit.

HP Foss, 14.2.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband