Hún hafði horft á það lengi. Þegar hún sá það fyrst var það örlítið og saklaust og nærvera þess ónáðaði hana ekki hætis hót. Í önnum dagsins var það ekkert að þvælast fyrir henni, það lá bara þarna, hreyfingarlaust. En tíminn leið og það tók að stækka, á alla kanta, en ennþá lá það kyrrt. Hún gaut á það augunum þegar hún kom heim og fékk ónotatilfinningu um sig alla. Hún vissi að innan tíðar yrði hún að gera eitthvað í málunum, taka sér tak en þó aðallega að finna tíma til að sinna því. Dag einn tók hún eftir því að það hafði fengið vængi. Það tókst á loft og sveif frá henni þegar hún gekk hjá. Það var feimið fyrst í stað og faldi sig undir sófa en með tímanum óx því ásmegin og lagði undir sig alla staði í húsinu. Það æpti á hana þegar hún kom heim, öskraði á hana þegar hún lagist til svefns og þegar hún vaknaði beið það við rúmstokkinn tilbúið að skjóta henni skelk í bringu. Nú var komið nóg. Hún gerði hernaðaráætlun, það skyldi rekið brott úr húsinu. Hún undirbjó sig vel, safnaði kröftum, viðaði að sér vopnum og skotfærum. Árásardagurinn gekk í garð bjartur og fagur. Bardaginn stóð lengi yfir. Hún byrjaði smátt en sótti fram á skipulagðan máta, notaði vopnin eitt af öðru og áður en varði hafði það látið í minni pokann. Hún vissi þó að innan tíðar kæmi það aftur, það myndi læðast inn örlítið og saklaust, blessað rykið.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.