Hún hafði líka horft á hann lengi. Hann var orðinn gamall og feitur. Hún hafði oft reynt að losa sig við hann en hann kom alltaf aftur. Hann virtist elska að liggja fyrir fótum hennar og láta traðka á sér, sparka í sig, rífa sig upp og róta í sér. Hann var alltaf úti og þoldi vel frosthörkur og dynjandi regnskúrir. Stundum skreið hann upp í gluggana og eins og hann vildi koma inn reyndi hann að troða sér meðfram rúðunni. En dag einn fékk hún vopnið sem hún hafði beðið eftir lengi. Hún vissi að það myndi ganga frá honum, fæla hann burt, skola honum eins Karíusi og Baktusi langt út í hafsauga. Hún þekkti þetta vopn vel, hafði notað það oft í sveitinni á ýmsar óværur. Verkið sóttist seint en örugglega og áður en varði sást ekki tangur né tetur af honum. Hún vissi þó að hann var þarna enn, hann lá í leyni bak við stein og faldi sig fyrir háþrýstidælunni, gamli góði mosinn í stéttinni.
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.