Færsluflokkur: Bloggar
Nú er illt í efni
enginn aur hjá mér.
Bót á enginn hér
fyrir boruna á sér.
Öll af undirgefni
örkum fjallið bratt.
Borgar landinn glatt
meiri skatt.
Bílalánið brátt,
sem byrjaði svo smátt.
Endaði himinhátt
og enginn fær afslátt.
Sækja á fólk í svefni
skuldadraugar senn.
Fylleríum fylgja enn
timburmenn.
Siglir þjóðarskútan
Skerjagarði í.
Skorið er á ný
niður, kurt og pí.
Útrásarinnar risarútan
ryðgar nú á stöð.
Engin er biðröð
í hennar tröð.
Sparnaðinn á ís
enginn núna kýs.
Skuldin ennþá rís
og hugur landans hrís.
Brátt mun mörg mínútan
missast út í tóm.
þras og þrátt sem hjóm
um þjóðardóm.
Vondu vandamálin
verða hér um stund.
Hvað skal lyfta lund
og létta okkar sund?
Sterk er þjóðarsálin
saman stöndum nú.
Hafa verðum trú
á betra bú.
Andann efla má
enginn tak oss frá
vináttuna þá
er inni má hér sjá.
Beislum illskubálin
er brenna í okkar sál.
Stöppum í okkur stál
og segjum skál.
Frumflutt á Þorrablóti Sýklafræðideildar 30.1.2010.KJ.
Bloggar | 4.2.2010 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 13.12.2009 | 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 18.4.2009 | 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.3.2009 | 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 14.2.2009 | 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
kreppa ríkir hér.
Yljar ekkert mér
allir kveinka sér.
Láta í veðri vaka
að vænkist hagur seint.
Alþing illa skeint
svifaseint.
Bubba höndin blá
brotin er og tá.
Samfylking á ská.
og skjön nú fer hún frá.
Sækja ei til saka
sökudólga þá.
Er seðlum sviptu oss frá
svei mér þá.
Bloggar | 4.2.2009 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 12.1.2009 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það segir fátt af einum en ekki er ég kona einsömul, þó ekki í þeim skilningi þess orðs. Það er því fátt um gildar afsakanir fyrir skorti á færslum hér á þessa uppþornuðu bloggsíðu. Ástæðan er einfaldlega mislukkuð tímastjórnun þar sem ekki var gert ráð fyrir tíðu hugarflugi inn á víðfeðmar lendur bloggheimsins. En hver veit nema ég geti stigið á stokk og strengt heit um bót og betrun á nýju ári.
Margt hefur á dunið þetta haustið meðan ég hef þagað þunnu hljóði. Allt gengur nú út á að varðveita eigin heilsu en áherslur manna á því hvaða heilsu ber að varðveita eru ólíkar. Við hér höfum lagt mikla áherslu á líkamlega, andlega og félagslega heilsu með ýmsum aðgerðum sem margar hverjar hafa haft þó nokkur áhrif á fjórðu heilsuna hina fjárhagslegu. Reisa okkar hjóna til Þýskalands, Ítalíu og Austurríkis hafði verulega góð áhrif á heilsurnar þrjár og hin fjórða hefði hvort sem er orðið döpur hefðum við ekki verið búin að eyða öllum aurnum í farmiða og gjaldeyri.
Snemma í nóvember varð okkur ljóst að ekki yrði komist hjá nokkrum niðurskurði við jólahald þetta árið. Eftir mikla áætlanagerð, hagræðingu og forgangsröðun varð megin niðurstaðan sú að skera verulega niður í þrifum þetta árið einkum vegna tímaskorts og til að varðveita líkamlega og andlega heilsu með því að halda fast í núverandi umfang jólabaksturs. Voru allir aðilar á eitt sáttir um þetta og hefur öðrum niðurskurði ekki verið fagnað eins innilega á þessu landi þetta haustið .
Nú nálgast jólin líkt og óð fluga og þessi yndislega jólaleti að læðast að manni. Þegar rassinn sest í eldhússtólinn á Fossi og smákökurnar hennar mömmu blasa við innan seilingar og jólatréð sem afi smíðaði stendur í stofu er ekkert að vanbúnaði.
Megi þið lesendur góðir eiga gleðiríka jólahátíð og ánægjuríkar lesningar og bloggskrif á komandi ári.
Með bestu jólakveðjum
Stína
Bloggar | 22.12.2008 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 12.9.2008 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
336 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar