Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 19.3.2007 | 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 18.3.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag sannaðist fyrir mér hið fornkveðna: þolinmæði þrautir vinnur allar. Ef maður bíður nógu lengi þá gerist eitthvað gott eins og t.d. þokkaleg auking á því sem maður ber úr bítum fyrir hið daglega strit. Til að fagna því var splæst í kínamat og ís og nú verður maður bara að fara að leggja sig og láta sig dreyma um hvernig maður ætlar að eyða hýrunni, lítill vandi verður það, maður getur t.d. fyllt Blazerinn af bensíni 40þ.kall þar!!!
Bloggar | 15.3.2007 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 14.3.2007 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef vel er að gáð eru amerískir ofurþættir uppfullir af ýmsum fróðleik um sýklafræði. Gott dæmi um þetta eru CSI þættirnir. Hafa þeir m.a. fundið morðingja af því hann var með Pseudomonas sýkingu í blóðinu og ef einhver skyldi hafa gónt á þáttinn í gærkveldi þá kom það í ljós að hægt er að greina hvort einstaklingur taki sýklalyfið tetracyclin með því að athuga hvort beinin í honum glói í útfjólubláu ljósi. Nú er spurningin hvort hægt sé að nýta sér þennan fróðleik á einhvern hátt ég held að áfram verði bara best að spyrja sjúklingana um lyfjainntöku. Hvað haldið þið???
Sýklalyfið tetracycline
Bloggar | 13.3.2007 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er nú í frásögur færandi þó maður hafi skroppið á árshátið bílaumboðs nokkurs um helgina. Etið og drukkið á hefðbundinn hátt og hlustað á misgamla og misgóða brandara þeirra sem þora að stíga á stokk. Ef ekki hefði verið fyrir ágætis innlegg veislustjóra um nýja sjúkdóma hefði þetta verið frekar innantómt fyrir áhugasaman heilbrigðisstarfsmann eins og mig . Lýsti hann þar nýuppgötvuðum krankleikum manna sem áður hafa haft önnur heiti svo sem sú algenga athöfn að leysa vind flokkast nú sem ristilfráflæði ekki ólíkt því að ropa oft er oft merki um vélindabakflæði. Það að verða lágvaxinn er auðvitað sjúklegt og heitir hæðarskerðing. Brestur nú minnið að muna eftir öðru sem nefnt var en eitthvað rámar míg í að vera sver um miðbikið væri nefnt sem miðlæg útvíkkun og annar algengur kvilli karla einhverskonar framstæða á ákveðnum líkamsparti og geti nú hver í eyðurnar .
Sunnudagurinn var ósköp ljúfur sá sjaldgæfi atburður átti sér stað að við hjónin sváfum út enda afleggjarinn ekki heimavið. Sennilega býr maður að þessu alla vikuna og þarf ekki að leggja sig fyrr en um næstu helgi.
Stína
Bloggar | 12.3.2007 | 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í gærkveld var ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að borða á Borginni. Aldrei áður hafði ég sveitalubbinn orðið svo fræg að snæða á þessum margfræga stað sem að því er mér skilst hefur gegnið í gegnum nokkur misgóð tímabil. Ef þið vitið það ekki nú þegar virðist Borgin vera uppá sitt besta um þessar mundir amk. hvað varðar það sem þar er framreitt. Á ýmsu var smakkað, kengúrukjöt og dádýrakjöt, hrár lax með wasabi ís, salfiskur sem ég hef aldrei smakkað betri og dásamlegir dessertar tveir. Ef þið leitið að góðum stað fyrir galadinner er Borgin málið, hreint út sagt frábært.
Nú bíður maður bara eftir að annað nýtt sýklalyf komi á markaðinn og verði boðið á Borgina á ný.
Bloggar | 9.3.2007 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Borgar sig að blogga í dag
best er kannski að bíða.
Setja frekar saman brag,
stöku eina fríða.
Bloggar | 23.2.2007 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og sonur minn Andri Snær höfum verið að æfa okkur á að bera fram R sem mörgum hefur reynst erfitt um ævina. Æfing okkar felst í því að fara með eftirfarandi vísu sem við settum saman í sameininingu og oftar en ekki kallar fram bros á vör.
Tralli og trítill og trúðurinn stóri
tróðu sér í trukkinn og trylltu af stað
þá kom bangsi með berann bossann
og bar á þá bleikt og brúnt bólukrem.
Bloggar | 22.2.2007 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag kætast börn landsins er rennur upp hinn spennandi öskudagur.
5 ára strákur í Kópavogi fór sem Luke Skywalker (Logi geimgengill) í leikskólann með svarta skykkju og svarta hendi (vélhendi).
Fullorðnir fara sér hægar enda enn að jafna sig eftir saltkjötsátið í gær.
Bloggar | 21.2.2007 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar