Færsluflokkur: Bloggar
Á blíðviðrisdeginum í gær var ákveðið að smella sér í bíltúr um Suðurnesin, kíkja á Wilson Muuga og önnur fræg kennileiti þarna á nesinu. Nokkuð var umliðið frá því við höfðum farið þarna um í öðrum tilgangi en að hoppa uppí flugvél til að komast af skerinu. Ýmislegt hefur nú breyst en annað ekki. Fólk er í auknu mæli að taka sér bólfestu í sumum plássunum en í öðrum er lítil hreyfing, húsin standa mörg hver auð og illa til höfð. Því verður ekki neitað að víða er nesið hálfgerð eyðimörk á að lýta, hvergi trésproti, aðeins úfið hraun svo langt sem litið er. Fögur er þó fjallasýnin þegar bjart er og að horfa út á hafið við Reykjanesvita er ólýsanlega fallegt á svona degi. Vindheld úlpa, húfa og vettlingar eru nauðsynlegir fylgihlutir eigi maður að njóta þessa í augnablikstund enn sem komið er en bráðum fer að vora.
Bloggar | 7.4.2007 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 5.4.2007 | 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eftir áramótin hef ég verið með þessar gömlu gráu sellur í höfðinu í endurhæfingu og smá leikfimi. Settist á skólabekk eftir 5 ára hlé frá þeirri iðju. Ekki vissi ég nú hvernig þær tækju við sér og átti ekkert sérstakar vonir á því að þær væru yfir höfuð til neinna stórræða. Það kom því skemmtilega á óvart þegar ég fékk fyrra verkefni námskeiðsins til baka að sellurnar höfðu skilað sínu 9.2 í höfn og nú verður ekki umflúið að gefa þeim annað tækifæri og halda áfram. Vandinn verður bara að finna tíma til að leyfa þeim að spreita sig enn frekar.
Bloggar | 2.4.2007 | 20:23 (breytt 8.4.2007 kl. 13:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.4.2007 | 09:23 (breytt kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum verður maður að slaka á, slappa af og leyfa sér að njóta lífsins listisemda. Sunnudagskvöld eru einkar vel til þess fallin og flestir löglega afsakaðir í letilíf þau kvöld. Þótti okkur hjónakornunum kominn tími á eitt slíkt kvöld sl. sunnudag og splæstum því í spólu. Svo aftarlega erum við nú á merinni að við áttum eftir að sjá hinn nýbakaða James Bond. Casino Royal rúllaði sleitulaust í rúma 2 tíma og jammi jamm hvílík skemmtun. Hvað vill maður meira, fagrar konur, ljótir krimmar og síðast en ekki síst karlmannlegur og mátulega dulúðlegur karakterinn Bond sem engan svíkur.
Bloggar | 29.3.2007 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag var ég viðstödd tímamótaaðburð sem lífeindafræðingar hafa lengi beðið eftir og er ástæða til að fagna. Ráðherra heilbrigðismála undirritaði í dag reglugerð um veitingu sérfræðileyfis til handa lífeindafræðingum. Lífeindafræðingar geta nú orðið sérfræðingar á ákveðnu sérsviði lífeindafræðinnar hafi þeir til Þess tilskylda menntun og reynslu. Nokkrir mánuðir eru síðan undirrituð lagði inn slíka umsókn hjá ráðuneytinu og nú loksins verður hægt að taka hana til meðhöndlunar. Hver veit nema að á vordögum geti maður farið að spóka sig um sem specialisti í klamydiurannsóknum ekki "dónalegt" það eða hvað?
Tveir Skaftfellingar eru í hópi væntanlegra sérfræðinga í lífeindafræði (Í aftari röð KJ og Helga Erlendsdóttir)
Bloggar | 27.3.2007 | 18:19 (breytt kl. 20:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 26.3.2007 | 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 23.3.2007 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rokið gott og rigningin er
rosalega fín
Snjórinn brátt í burtu fer
og blotnar táin mín.
Bloggar | 22.3.2007 | 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 21.3.2007 | 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar