Færsluflokkur: Bloggar

Allt er fertugum fært

Ekki er seinna vænna að skrifa um atburði helgarinnar. Bar þar hæst 40 ára afmæli Félags lífeindafræðinga sem haldið var uppá með afmælisráðstefnu og kvöldverð. Á ráðstefnunni voru margir góðir fyrirlestrar og allur dagurinn tóks með afbrigðum vel. Formaður FL færði mér hlýjar kveðjur og blóm frá félaginu í tilefni af sérfræðileyfinu og var myndin tekin við það tilefni.

 


Holdsveiki

Ákvað að gamni að opna orðabókina til að finna mér efni til að skrifa um. Vildi svo einkennilega til að orðið sem varð fyrst á vegi mínum var holdsveiki. Hvað veit maður nú um þann forna fjanda sem var landlægur hér sem annarsstaðar fram á síðustu öld. Sjáum nú til.

Orsakavaldurinn er bakterían Mycobacterium leprae sem uppgötvaðist fyrst árið 1873 af Norðmanninum Gerhard Armauer Hansen. Það vill svo til að ég hef komið á spítalann hans í Bergen sem nú er safn og var það ærin upplifun. Þar var veiku fólki safnað saman, það einangrað frá umhverfinu jafnvel árum saman. Slík sjúkrahús voru hér á landi s.s. í Laugarnesinu og á Hörgslandi á Síðu ef ég man rétt. Hér á landi þurftu veikir menn að bera á sér bjöllu til að vara fólk við að þeir væru á ferð. Holdsveiki er hvergi nærri horfin úr heiminum þó hún finnist ekki í hinum vestræðna heimi í löndum suður Ameríku og á Indlandi og víðar er sjúkdómurinn ærið vandamál.

En er einhver önnur merking á þessu orði. Holdið er veikt. Gæti verið yfirskrift í vinsælu bloggi Ellýar Ármannsdóttur! Gæti verið lýsing á breyskleika okkar mannanna og öllum okkar veikleikum. Hversu oft okkur langar og ætlum okkur svo margt en verður svo minna úr verki. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt. Á þessum orðum Jesús enda ég pistil dagsins. kveðja KJ.


Sér á parti.

Jæja loksins stund til að huga að blogginu eftir annasama daga. Nú hlítur því að vera eitthvað í fréttum. Ég ætla ekkert að ræða kosningarnar svo þreytt og margnotað er það umræðuefni orðið og því síður Eurovision. Nei, nú verða sko sögð stórtíðindi.

Sumir leitast við það í lífinu að vera öðruvísi en aðrir og standa út úr. Aðrir vilja tilheyra hóp og synda með straumnum. Ég tel mig nú oftar eiga heima í síðari hópnum en í dag verð ég að viðurkenna að ég er orðin eilítið sér á parti. Ástæða þess er sú að í dag veitti heilbrigðisráðuneytið mér sérfræðileyfi í lífeindafræði á sviði sýklafræði, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Langþráður draumur lífeindafræðinga er því orðinn að veruleika og vona ég að nú muni fjölga hratt í hópi sérfræðinga þannig að ég verði hluti af stórum hópi sem hefur þetta uppá vasann.

Nú verður maður því að láta renna af sér kosningavímuna (eða er það etv. þynnka) til að geta skálað fyrir þessum góða degi. Til hamingju lífeindafræðingar.


Risessan

Hún var afar tilkomumikil risessan sem arkaði um götur bæjarins í dag í leit að föður sínum sem augljóslega hafði gengið berserksgang um bæinn. Útstungnir og sundursagaðir bílar og bílastæði var víða að lýta og ekki vanþröf á að reyna að róa karlinn. Spurning hvort hún geti líka róað kosningaskjálftann.


Blús

Þá er það hinn árlegi blús eftir Júróvision. Sama spælingin all over again og Eiki sem stóð sig svo vel að maður táraðist! Það er víst pólitík í þessu eins og öllu þessa dagana. Ég ræð hins vegar ekki við mig, komin með Ungverska blúsinn á heilann, lang, lang, lang besta lag sem ég hef heyrt í langan tíma. Læt textann hér fylgja með ef einhver er í sömu sporum. Syngjum saman inn í nóttina.

How many times have - you fooled me and denied that
It's her whom you love and it sure isn't me?
So now that it's over - I'll try and take it sober
Leave questions unasked, remember us laughing' at the broken past
God, if I could make it on without you

You're such a casual man, oh wavin' an empty hand
I'm helpless and I'm lonely without you

Yes you're a casual man, lendin' an empty hand
Left me breathless with nothing more to lose

I used to dream we'd - take it nice and easy
Get jobs settle down in Jameson Town
If now you could see me - you'd think twice about leavin'
Y' said forever is the time you're gonna spend around

So why did you leave me? And why should I believe it?
Y' said goodbye! Oh why did you leave me? Why?

You're such a casual man, oh wavin' an empty hand
I'm helpless and I'm lonely without you

Casual man, lendin' an empty hand
I'm helpless and I'm lonely without you

You're such a casual man, lendin' an empty hand
Left me breathless with nothing more to lose

Except an evanescent unsubstantial blues...


8.maí.

Var að koma af vel lukkuðum aðalfundi Örverufræðifélagsins. Metþáttaka var á fundinum sem sennilega stafaði af áhugaverðu erindi Más Kristjánssonar læknis um súnur (Zoonosis) sem eru sýkingar í mönnum sem borist hafa frá dýrum. Fyrir þá sem enn eru vakandi, hættið að hanga í tölvunni og horfið út um glugga í norðvestur, sólsetrið er himneskt - Góða nótt.

Moldvörpun, matarboð og myndlist

Þá er maður aftur komin upp á yfirborðið eftir góða dýfu í moldarbeðin allt í kringum húsið. Blómin eru komin á gott skrið og lofa góðu fyrir sumarið. Þetta er yndislegur tími.

Í gærkveldi áttum við frábæra stund í góðra vina hópi í matarboði hjá Ásgeiri og Olgu. Þau eru höfðingjar heim að sækja og ekki spillti fyrir að hitta gamla og góða ferðafélaga en nokkuð var um liðið frá því við sáumst síðast. Hópurinn æsti sig upp í að halda í Þórsmörk á Jónsmessunni sem um árabil var viss passi hjá þessum félagsskap.

Andri hefur varla sést í dag, Svavar var að koma heim frá Spáni og þeir tveir og Garðar hafa verið að leika í allan dag. Í gær fórum við á opið hús hjá listamanninum Bjarna Sigurbjörnssyni hér í hverfinu en var það liður í menningarhátið barna í Kópavogi. Bjarni opnaði vinnustofu sína og leyfði gestum og gangandi að spreyja, mála og lita að vild. Krakkarnir nutu sín í botn og mörg listaverkin urðu til. Frábært framtak hjá Bjarna!

Þetta er nú það helsta frá helginni sem hefur verið ljómandi góð nema hvað Tóti þurfti að fara að meiða sig á fingri áðan. Reif illa upp nögl og skinnið framan af löngutöng. Hann á því svolítið bágt og best að fara að knúsa hann eilítið. kv. KJ.


I love it!

Man einhver eftir myndinni Dalalíf? Munið þið eftir John sem fékk að koma í sveitina og girða og moka skít og það eina sem hann sagði var I LOVE IT. Svona er ég í garðinum. Fyrir mér er garðvinnan frí. Þarf ekkert að hugsa hvað skal gera næst, sóleyjubreiðan í beðunum er endalaus það er bara að stinga, klóra og róta. Best er að vera smámunasamur og ná hverju einasta illgresisstrái. Firringin við það er sú að strax daginn eftir gægjast upp ný, I love it. Við garðvinnuna hittir maður loksins nágrannana sem láta í ljósi aðdáun yfir dugnaðinum en hugsa líklega í hljóði "aumingja hún að vera með þennan stóra garð - masókismi af hæstu gráðu". Þrátt fyrir bakverk og bólgin hné að loknu verki stendur maður stoltur við gluggann og horfir á hin afhjúpuðu brúnu beð og bíður spenntur eftir að komast aftur með puttana í moldina á morgun, kallið mig skrítna en I LOVE IT InLove .

Ritstífla

Eftir skriftir sl. vikna er maður nú bara þurrausinn og algerlega heiladauður þegar kemur að hugmyndum fyrir blogið. En maður getur nú ekki svikið dygga aðdáendur sína sem þó langflestir þora aldrei að skrifa í gestabókina hvað þá að gera athugasemdir við velluna úr manni. Hvernig væri nú að bulla svolítið á móti þá losnar etv. um ritstífluna.

Harla er hún hugmyndasnauð

húsmóðirin haga

Heillum horfin og heiladauð

hörmung er hástemmd baga.


Stund milli stríða?

Jæja þá er loksins komið kvöld sem hægt er að slaka á, sötra kaffið í rólegheitunum og hnoða saman lítinn pistil um dagsins önn. Allar lausar stundir sl. 2 vikur hafa farið í smíð á lokaritgerð í námskeiðninu sem ég hef verið í í vetur. Nú er þetta allt á endasprettinum búið að kynna verkefnið og ritgerðin er í yfirlestri. Í kvöld er því tærnar upp í loft tími.

Eiginmaðurinn og sonurinn eru farnir að leita að varahlutum í nýja hjólið þess síðarnefnda sem kom í hús í dag. Ekki ráð nema í tíma sé tekið að reyna að breyta því eilítið, það er vanin á þessu heimili, hækka upp og setja stór dekk. Hvur veit hvað kemur út úr þessu hjá þeim?

Annars hefur ýmislegt gott gerst sl. daga. T.d. var hún Mæja vinnufélagi minn heiðruð á ársfundi LSH. Mæja hefur í fleirihundruð og fimmtíu ár unnið á sýkladeildinni svo lengi að enginn man hvernig er að vinna á deildinni án hennar.

Enda væri það ekkert hægt svo ómissandi eru hún Beta fyrir okkur öll. Þessi viðburður kom okkur þremur á síður morgunblaðsins þar sem við íbyggnar á svið hlíðum á orð dagsins.

Hef þetta ekki lengra að sinni, mála að fara að slaka á Sleeping

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband