Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur til loka
að linni nú senn er mál
Saman nú skjölum moka
og sinni loks líkama og sál. (KJ 2007)
Bloggar | 29.4.2007 | 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur til fræðslu
fróðleik nú safnað hef gnótt.
Mjög mig vantar ígræðslu
minnis, svo muni það fljótt. (KJ 2007)
Bloggar | 26.4.2007 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur til mikils
mótar nú fyrir skel.
Svo er að semja ræðu
sem sæma þarf verki vel. (KJ 2007).
Bloggar | 25.4.2007 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur til þrautar
þokast nú málin hratt.
Sést nú til beinnar brautar
en barðið er ennþá bratt. (KJ 2007)
Bloggar | 24.4.2007 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur til mæðu
megi hann enda skjótt.
Skálda nú skamma ræðu
og skunda í bólið fljótt. (KJ 2007).
Bloggar | 23.4.2007 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ákváðum hjónin að fagna sumri á veglegan hátt þetta árið. Splæsa á okkur auka frídegi á föstudaginn og bruna í sveitina. Aldrei slíku vant náðum við líklega að vera matvinnungar þessa helgina. Vorverkum í garðinum voru gerð góð skil, runnar klipptir og laufarusl hreinsað. Pabbi hafði tekið vel til hendinni í öspunum og sagað af nægan efnivið í ágætis brennu, sem verður geymdur fyrir Helga og aðra "brennuvarga" fram að næstu áramótum. Í fjárhúsunum hafði fæðst nýtt líf, nokkur lömb komin sem yndislegt var að knúsa og kjassa. Andri naut sín til hins ýtrasta, fór í fjósið með Bjarna, lék sér við Túrbó, fór á fjórhjólið með Tóta og plataði afa í Rússaferð sem ávalt er toppur sveitaferðanna. Einhvern veginn er það alltaf svo eftir dvöl í sveitinni að maður kemur heim eins og nýr maður, amk. endurnærður, batteríin fullhlaðin og borgarstressið á bak og burt. Nú er bara að treina sér orkuna fram að næstu ferð.
Bloggar | 22.4.2007 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það kann nú einhver að halda að ég liggi í rauðvínsþynnku sbr. síðasta pistil fyrir helgi en svo er nú ekki. Ég datt hinsvegar í garðinn um helgina og einhver þynnka er í vöðvunum eftir það fyllerí. Hvur veit nema ég endi með þá í afvötnun hjá Þórunni frænku. Tóti datt í bílaviðgerðir og gaf Mussonum smá vorskveringu. Kom þá á daginn að bremsur og pústkerfi þurftu smá yfirhalningu og því hef ég lítið séð af karli í kvöld. Ljósið logar í skúrnum og litli Tóti kemur og gefur mér stöðuskýrslu öðru hvoru. Hvaðan ætli hann hafi þessi "bílskúrsgen" gæti að verið frá móðurafa sínum???
Bloggar | 16.4.2007 | 21:48 (breytt kl. 21:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haldið þið að ég hafi ekki bara dottið í rauðvínslukkupottinn, þennan mánaðarlega sem við höfum í léttvínsklúbbnum Votmúla. 6 dýrindis rauðvínsflöskur eru nú mínar og bíða afmeyjunar. Votmúli er núna á sínu 5 aldursári og ber aldurinn vel. Líkt og hjá vel reknum fyrirtækjum verður næsta árshátið og samhliða aðalfundur haldinn erlendis og hefur ferðin vinnuheitið safnaðarferð Votmúlakirkju og standa nú yfir mánaðarleg samskot til kirkjunnar í tilefni þess. Án efa verður þetta með líflegri safnaðarferðum sem farnar hafa verið
Eins og allir vita þá styrkir og gleður hóflega drukkið vín mannsins hjarta .... SKÁL.
Bloggar | 12.4.2007 | 18:10 (breytt kl. 18:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 10.4.2007 | 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöðugt fleygir tækninni fram og oftar en ekki okkur til hagræðis eða ánægjuauka. Ein af þessum nýjungum er ný þrívíddartækni í bíó sem nú er komin í 1 bíósal á landinu, 1 af 150 í heiminum segja fróðir menn. Öll familían (nema Pabbi,Mamma og Þórunn) skellti sér að sjá herlegheitin í gær. Efniviður myndarinnar varð nánast að aukaatriði við að fylgjast með hvernig þetta virkaði og maður lifandi mikið afskaplega var þetta nú smart. Persónurnar stukku útúr myndinni, fljúgandi hlutir sveifluðust í kringum mann og rigningin datt á nefið á manni. Einstök skemmtun sem væntanlega mun verða vinsæl í framtíðinni.
Bloggar | 8.4.2007 | 10:13 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
335 dagar til jóla
Tenglar
Vísindiin efla alla dáð
Vafrað um vefinn
Myndaalbúm
Nota bene
Margt smátt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar